ICELOGIC ehf selur viðskiptavinum farmtryggingar í umboði Sjóvá.

 

Vátryggingaverðmæti allt að 2.000.000 ISK
Vörusendingar samkvæmt farmskírteini að vátryggingarverðmæti allt að kr. 2.000.000 ISK er hægt að vátryggja fyrir fast gjald fyrir hverja sendingu. Eigin áhætta vátryggðs er kr. 22.500,- í hverju tjóni. Sé vátryggingarverðmæti sendingar umfram 2.000.000 ISK ber vátryggingartaka að tilkynna það til ICELOGIC og fá ráðgjöf um hvernig beri að tryggja sendinguna. Til að tryggja rétta tryggingavernd er viðskiptavinum bent á að láta verðmæti sendingar alltaf fylgja með gögnum til ICELOGIC.

 

Vátryggingarverðmæti yfir 2.000.000 ISK

Vörusendingar samkvæmt farmskírteini sem er að vátryggingarfjárhæð yfir 2.000.000 ISK þarf að tryggja sérstaklega og getur ICELOGIC haft milligöngu þar um að fá tilboð frá Sjóvá í slíka tryggingu sé þess óskað. En við mælum með að viðkomandi hafi beint samband við sitt tryggingarfélag.

 

Vátryggingarverðmæti/Vátryggingarfjárhæð
Vátryggingarverðmæti vátryggðrar vörusendingar er tollverð + 10%.

 

Upphaf og lok ábyrgðar
Ábyrgð vátryggingarfélagsins (Sjóvá) hefst um leið og ábyrgð ICELOGIC skv. flutningasamningi hefst og lýkur við afhendingu vörunnar í hendur eiganda hennar þó eigi síðar en 60 dögum frá því varan kemur á afhendingarstað og hún enn í vörslu flutningsaðila. Tilkynna ber tjón til ICELOGIC innan þriggja daga frá móttöku vörunnar.

 

Tilkynning um tjón og tjónsuppgjör
Mikilvægt er að þegar tjón verður sé það tilkynnt til ICELOGIC eins fljótt og unnt er, einnig er hægt að tilkynna tjónið vegna flug- eða sjósendinga beint með rafrænni tjónstilkynningu á heimasíðu Sjóva (hér). Ef virði sendingar, upphæð vörureknings, tryggingariðgjald, flutningsgjalds (CIF – verðmæti er samtals eða hærri en 2.000.000 ISK. Er sendingin ekki tryggð umfram þá upphæð. Sendingar (prepaid, flutningsgjald greitt af erlendum aðila) er sendingin ekki tryggð í gegnum Sjóva eða ICELOGIC.

 

Eftirfarandi gögn þurfa ávallt að vera til staðar fyrir Sjóvá og/eða skoðunarmann:

  • Farmbréf
  • Komutilkynning
  • Vörureikningur og tollskýrsla
  • Afgreiðsluseðill flutningsaðila
  • Svo og önnur gögn sem sannarlega er óskað eftir við afgreiðslu tjónsins.

 

Tryggingaskilmála og frekari upplýsingar um farmtryggingar Sjóvá má finna hér.