Hver erum við

ICELOGIC er ekki í eigu farmflytjanda. Við erum í samstarfi við flugfélög og skipafélög í landinu. Við getum því leitað að bestu flutningslausn sem völ er á hverju sinni. Fyrirtækið hefur gert fjölmarga samninga við þekkt erlend flutningsfyrirtæki.

ICELOGIC er flutningsmiðlun, leggjum mikla áherslu á góða þjónustu sem varðar inn – og útflutning. Við tengjumst þekktum erlendum flutningsfyrirtækjum með aðgengi að þeirra skrifstofum um allan heim í flug- og sjófrakt. Þjónustunet okkar teygir sig um allan heim. Það auðveldar okkur að finna hagstæðustu flutningsleiðina og flutningsgjöldin.